Verkefni 1
AE viðmót - skipulag (interface). Tímalínan og lykilrammar (keyframes)
Farið verður yfir vinnuumhverfi forritsins og byrjum við á æfingaverkefnum. Síðan búum við til eigið verkfeni og vinnum með mismunandi skrár á tímlínunni.
Dæmi um verkefni 1 hér.
Verkefni 2
AE, lög og maskar (_shape layers & masks_)
- Dæmi um form lag (_Shape layer_)
- Dæmi um form maska (_Shape mask_)
- Dæmi um Alpha maska (Track matte - _alpha channel_)
- Dæmi um texta sem maski
- Haust 2024. Verkefni 2 samsett í eitt video
Verkefni 3
Maskar og myndblöndun
- Samsetning myndar og texta með Rotobrush
- Samsetning myndar og texta með Mocha
- Samsetning myndar og texta með Keylight
- Haust 2024. Verkefni 3 samsett í eitt video
Verkefni 4
Þrívídd í After Effects
Í 4. verkefni skoðum við hvernig hægt er að auka áhrif í kvikmynd með því að búa til þrívídd úr tvívíðum flötum. Dæmi um Classic 3D lausn. Einnig búum við til þrívíð form með "Cinema 4" þrívíddarforritinu sem er viðbót inní AE. Við bætum þrívídd í firmamerki með "Cinema 4" Lógó unnið í Cinema 4
Í síðasta hluta eru verkefnunum blandað saman í eina kvikmynd: Sjá dæmi hér
Verkefni 5
Sögusvið - Storyboard
„Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð“ segir máltækið en það getur verið til bóta að sýna fram á staðreyndir „svart á hvítu“ eins og sagt er líka.
Verkefni 5 er undanfari lokaverkefnisins. Lokaverkefnið er kvikmynd með leiðbeiningum eða skilaboðum sem á að vera ein til tveggja mínútna löng. Í þessu verkefni á að skrifa handrit og skipuleggja frásögnina senu fyrir senu. Við skipulagninguna er gott að teikna söguþráðinn. Við getum kallað það sögusvið (story board).
Verkefni 6
Kviksaga
Samsetning í After Effects. Unnið er eftir handriti og sögusviði til að búa til kviksögu (Animatic story). Sagan er í einni video skrá og hún er hljóðsett og til þess notum Audition hljóðvinnsluforritið.
Verkefni 7
Grafísk frásögn í kvikmynd
Í lokaverkefninu á að setja saman skýringarmynd eða leiðbeiningar sem samanstanda af lesnum upplýsingum, ljós- og kvikmyndum, teikningum og texta. Til að gera kvikmyndina áhugaverða bætum við stafrænum áhrifum og hreyfingum við hana.