HÖNN2UX05BU

Stafræn miðlun og hönnun

Haust 2024, spönn 1.

Forritin sem notuð eru í áfanganum eru öll hluti af Adobe Creative pakkanum:

  • After Effects - áhrif og eftirvinnsla
  • Audition - hljóðvinnsla
  • Illustrator - teiknivinna
  • inDesign - textavinna
  • Photoshop - myndvinnsla
  • Lögð er áhersla á að vinna með After Effects sem notað er til að búa til grafískar hreyfimyndir og bæta áhrifum áhrifum (e. effects) í kvikmyndir ásamt litastillingum og myndblöndun.
    Hægt er að sérsníða kvikmyndir fyrir internetið, sjónvarp og skjávarpa. Í áfanganum er unnið með blöndun teikninga, kvikmynda og texta. Nemendur setja saman kvikmyndir (video), ljósmyndir og teikningar. Síðan er stafrænum áhrifum (After Effects) bætt við ásamt hljóðsetningu.

Námsáætlun

Vika Verkefni Vægi
34 After Effects (AE) viðmót (interface).
Tímalínan og lykilrammar (keyframes)
12%
35 AE. Lög og maskar (shape layers & masks) 12%
36 AE. Texti og áhrif (effects) og myndbmöskun (RotoBrush, Mocha) 12%
37 AE. Þrívíddarsköpun (Cinema 4D) 12%
38 inDesign. Handrit, sögusvið (storyboard) 12%
39 Audition. Hljóðvinnsla. AE. kviksaga (animatic) 15%
40 - 41 Lokaverkefni. Kvikmynd með grafískum og tölulegum upplýsingum 25%

Forvinnsla

Sérhver kvikmynd byrjar sem hugmynd og verður grunnur undir allt sem þarf að gera til að kvikmynd verði að raunveruleika. Þegar hugmynd hefur verið valin þarf að búa handrit þar sem umgjörðin og samræðurnar eru skrifaðar á línulegu formi og er síðan viðmið í áframhaldandi vinnsluferli

Sögusvið er röð teikninga sem tákna kvikmyndasenurnar sem þú ætlar að taka upp og er mikilvægur þáttur í framleiðsluferlinu. Það hjálpar þér að sjá hvert atriði fyrir sig og ákveða hluti eins og myndavélarhorn, myndastærð o.s.frv.

Til að fá betri sýn á söguna er búin til kviksaga, til þess er samsett klipping gerð af sögusviðinu og hljóðupptökum og tónlist bætt við. þannig fæst góð yfirsýn yfir hvað þarf í raun að framleiða. Sögusviðið og kviksagan hjálpar þér að koma hugmyndinni þinni á framfæri á myndrænu formi

Undirbúningur

Þegar kviksagan er klár þá þarf að taka til allt efni sem á að nota, gera verkáætlun og fá aðstoðarfólk ef þess þarf.

Framleiðsla

Nú er hægt að byrja á kvikmyndatökum, hljóðvinnslu og bæta við sjónrænum áhrifum og litaleiðréttingu. Þetta ferli mun krefjast notkunar hugbúnaðar sem við verðum búin að læra á í Hönn2ux áfanganum.

Ferli kvikmyndagerðar

  • Forvinna
    1. Hugmynd - saga
    2. Handrit - söguþráður
    3. Sögusvið - storyboard
    4. Kviksaga - animatic
  • Undirbúningur
    1. Efnisöflun
    2. Verkáætlun
    3. Aðstoðarfólk, leikarar ofl.
  • Framleiðsla
    1. Myndataka
    2. Grafísk vinnsla
    3. Hljóðsetning
    4. Samsetning
    5. Eftirvinnsla - Post production