Haust 2024, spönn 1.
Forritin sem notuð eru í áfanganum eru öll hluti af Adobe Creative pakkanum:
- After Effects - áhrif og eftirvinnsla
- Audition - hljóðvinnsla
- Illustrator - teiknivinna
- inDesign - textavinna
- Photoshop - myndvinnsla
Lögð er áhersla á að vinna með After Effects sem notað er til að búa til grafískar hreyfimyndir og bæta áhrifum áhrifum (e. effects) í kvikmyndir ásamt litastillingum og myndblöndun.
Hægt er að sérsníða kvikmyndir fyrir internetið, sjónvarp og skjávarpa. Í áfanganum er unnið með blöndun teikninga, kvikmynda og texta. Nemendur setja saman kvikmyndir (video), ljósmyndir og teikningar. Síðan er stafrænum áhrifum (After Effects) bætt við ásamt hljóðsetningu.