AfterEffects

Áhrif og eftirvinnsla

Endurmenntunarskóli Tækniskólans

Markmið

Námskeiðið er byrjendanámskeið í eftirvinnslu þar sem nemendur læra undirstöðuatriði í notkun forritsins Adobe After Effects. Nemendur leysa mismunandi æfingar til að ná tökum á forritinu og læra að búa til stutta kvikmynd þar sem texta og myndum er blandað saman og bæta við sjónáhrifum. Kvikmyndina er hægt að birta á félagsmiðlum (Social Media) og vefsíðu.

Námskeiðið er ætlað byrjendum og forkröfur eru almenn tölvukunnátta. Það er kostur að kunna á myndvinnsluforrit og vektor teikniforrit.

Adobe After Effects er eitt vinsælasta forritið sem atvinnumenn nota til að búa til grafískar hreyfimyndir og bæta við litastillingum, myndblöndun og alskyns áhrifum. Hægt er að sérsníða kvikmyndir fyrir internetið, sjónvarp og skjávarpa.


Námsskeiðið verður haldið í Tækniskólanum á Háteigsvegi (áður Stýrimannaskólinn)

Námslýsing


Stundatafla vor 2025

14 janúar til 11. febrúar (5 x 3 tímar).

Vika dagur Þriðjudagur, kl. 18 til 21 Tímar
3 14 Viðmót AE - skipulag. Tímalínan, lög og lykilrammar (Layers - keyframes) 3
4 21 Shape layers - Hröðun (ease in out) 3
5 28 Mask layers - Rotoscope, Mocha og Keylight 3
6 4 Þrívídd - Myndavél og ljós 3
7 11 Þrívíð form - Advanced 3D - Hljóðvinnsla 3
    Samtals 15

Adobe Creative Cloud

Kosturinn við Adobe forritin umfram önnur sambærileg forrit er að það er hægt að vinna samtímis með þau og samnýta til að ná fram tilætluðum áhrifum. Aðgerðir og viðmót er samræmt og auðveldar það notendum að ná tökum á þeim.

Bjargir